Velkomin

Velkominn á bloggið mitt. Ég ákvað að setja upp þessa síðu þar sem mér finnst mikil vöntun á umræðu um forvarnir og með þessu vil ég opna fyrir hana. Öllum er velkomið að koma með ábendingar tengt þessu efni.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því
sem ég get breyttog vit
til að greina þar á milli.

Innskráning


Týnt lykilorđ?
Advertisement
Forsíđa
Dagskrá Lundar á mánudögum
sunnudagur, 18 janúar 2015

Dagskrá Lundar á mánudögum
Ráðgjafaviðtöl til kl. 16.00 pöntuð í síma 421-6700
Stuðningsgrúppa frá 16.30 - 17.30
Foreldrafræðsla/grúppa frá 18.00 - 19.00 nema fyrsta mánudag í mánuði, þá er fyrirlestur.
Nánar í 772-5463 eða  Ţetta netfang er variđ fyrir ruslrafpósti, ţú ţarft ađ hafa Javascript virkt til ađ skođa ţađ

 
Gleđilegt nýtt ár
sunnudagur, 04 janúar 2015
Lundur óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka fyrir árið sem er að líða og bið fyrir að árið 2015 verði ykkur gott. 
 
Hér eru 26 ástćđur fyrir virka alkóhólista ađ hćtta ađ drekka.
föstudagur, 26 desember 2014

 

Það eru ekki aðeins alkóhólistar sem geta eignast betra líf með því að hætta að drekka áfengi eða nota eiturlyf.  Allir sem drekka að einhverju leyti geta grætt á því að leggja flöskuna á hilluna.

Skýrari hugsun gefur skýrara og betra val í lífinu sem og betri hegðun.

 

 

 
Af­mćl­is- og bar­áttufundi SÁÁ í Há­skóla­bíói
miđvikudagur, 08 október 2014
Í dag, miðviku­dag­inn 8. októ­ber, kl. 20.00 hefst söfn­un­in form­lega með af­mæl­is- og bar­áttufundi SÁÁ í Há­skóla­bíói. Flutt verða er­indi í tón­um og tali en á meðal þeirra sem fram­koma verða Bubbi, Björg­vin Hall­dórs­son, Sísý Ey, Ag­ent Fresco og Karla­kór­inn Fóst­bræður. Sér­stak­ur gest­ur er Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra. All­ir eru vel­komn­ir og aðgangs­eyr­ir eng­inn.
Gott að mæta tímalega og skoða hvað er í boði.
 
Dagskrá Lundar forvarnarfélags ađ Suđurgötu 15 Reykjanesbć
sunnudagur, 14 september 2014
 

Ráðgjafaviðtöl frá 13:00 til 16.00  og eru pöntuð í síma 421-6700

Eru þetta bæði einkaviðtöl við þann sem á í erfiðleikum  með hin ýmsu vímuefni og ekki síður aðstandendur þeirra. Það er að segja, foreldra, systkini, vini og eða aðra tengda sem þetta er fari að  hafa áhrif á. 

Stuðningur ( Grúppa ) frá 16:30 - 17:30 er fyrir þau sem eru búin að vera EDRÚ 10 daga eða meira, hittast og fara yfir sín mál undir stjórn ráðgjafa. 

Foreldrafræðsla frá 18:00 til 20:00 ( Fyrirlestur og grúppa ) Fyrirlesturinn er alltaf fyrsta mánudag í mánuði og fer þannig fram að rágjafi fræðir okkur um hin ýmsu málefni varðandi sjúkdóminn, fíknina, meðvirknina og fleira, að því búnu er hópavinna ( grúppa ) þar sem allir geta fengið að tjá sig og eða bara hlusta á aðra.  

 

Aðrir fundir í Reykjanesbæ er hægt að finna á aa.is--- coda.is  

Í samráði við aðra ( Ykkur ) getur Lundur komið til ykkar með fræðslu, kynningu um hætturnar sem geta stafað af misnotkun á áfengi og öðrum vímugjöfum og afleiðingar af því á aðstandendur   þeirra, hvort sem um er að ræða, skóla, vinnustaði, stofnanir og fleiri staði sé þess er óskað. 

Nánri uppl.

Erlingur Jónsson

772-5463

 

 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 11 - 20 af 311

Könnun

Ertu sátt/ur ađ Lundur sé ađ hefja störf í Reykjanesbć?
 

Teljari

Gestir: 8399861