Velkomin

Velkominn á bloggið mitt. Ég ákvað að setja upp þessa síðu þar sem mér finnst mikil vöntun á umræðu um forvarnir og með þessu vil ég opna fyrir hana. Öllum er velkomið að koma með ábendingar tengt þessu efni.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því
sem ég get breyttog vit
til að greina þar á milli.

Advertisement
Forsíđa arrow Reynslusögur arrow Reynslusaga ungs manns
Neyslusaga ungs manns PDF Prenta
miđvikudagur, 14 maí 2008

Sagan mín byrjar þegar ég er 12 ára gamall. Þá byrja ég að neyta áfengis og féll rosalega fyrir því. Fékk sérkennslu í Holtaskóla eina önn og tók þá stakkaskiptum í náminu en það entist ekki lengi því mig langaði að umgangast eldri stráka sem mér fannst svo töff. Ég vildi alltaf aðlagst hópum, helst gera allt tvisvar sinnum betur eða verr en hópurinn sem ég var að umgangast. Kringum 12 til 13 ára fór ég að draga mig til hlés í íþróttum, ég hélt hins vegar áfram í golfi til 14 ára aldurs, og var ég mjög efnilegur golfari, hefði alveg getað átt framtíðina fyrir mér þar, en ég valdi frekar félagskapinn. Á þessu ári byrja ég að neyta kannabis og varð ástfanginn af þeim efnum því þau virkuðu svo róandi á mig, því þegar ég var fullur þá var ég svo ruglaður og gerði margt heimskulegt. Til að byrja með ætlaði ég bara að prófa þetta einu sinni en svo prófaði ég þetta aftur og aftur og aftur og aftur.

Mér fannst þetta töff og þótti svo merkilegt að tilheyra þessum hóp, hálfgerð mafía. Maður er tilbúinn að gera allt fyrir vinina en ekkert fyrir fjölskylduna. 15-16 ára byrja ég að selja, fannst það flott og þurfti líka að eiga fyrir eigin neyslu. Ég var hættur að mæta í skólann í 9 og 10 bekk enda féll ég á grunnskólaprófunum. Ég flúði mikið á milli staða, flutti frá mömmu til pabba, pabba til mömmu, gerði allt vitlaust á hvorum stað fyrir sig en náði alltaf að vinna mig aftur inn. 16 ára byrja ég í hörðu efnunum, amfetamín og e-töflum. Byrja að selja og neyta lyfjanna, amfetamín nokkrum sinnum í viku og e-töflur um helgar. Ég hélt aldrei vinnu, og var það alltaf einhverju öðru um að kenna en mér sjálfum. Var byrjaður að hlaða upp á mig fíkniefnaskuldum en fékk alltaf fjölskylduna til að hjálpa mér að borga þegar ég var kominn með allt niður um mig, hræddi þau til þess og lofaði að fara í meðferð og taka mig í gegn.

Ég fór aldrei í það að stela en seldi bara þeim mun meira af fíkniefnum í staðinn til að geta haldið áfram. Ég fór í fyrstu meðferð mína á 17 ári í fjóra mánuði og lauk henni. Þegar ég kem úr meðferð kynnist ég kærustu minni. Hún náði að halda aftur af mér í þó nokkurn tíma. Datt nokkrum sinnum í það á þeim ellefu mánuðum sem ég þóttist vera edrú. Eftir þessa 11 mánuði byrja ég að drekka mjög stíft, lendi mikið í slagsmálum og haga mér illa. Það entist ekki lengi því það dugði ekki til. Byrja að leitast eftir að fá amfetamín á fylleríum og kannabis. Eftir þetta byrjar alvöru ruglsagan mín. 18 ára flyt ég með vinkonu minni í Hafnarfjörðinn, það entist ekki lengi, ég flutti þaðan út vegna ósamkomulags því ég var alltaf útúrdópaður og ekkert að vinna.

Á þessum tíma kynnist ég læknadópi. Fór á þessum tíma í mína aðra meðferð á Vog og þar kynntist ég fólki sem var á svipuðum stað og ég, eingöngu á Vogi til að friða fjölskylduna. Það hélst ekki lengi. Á þessum tíma var ég að komast í stærri sambönd í fíkniefnaheiminum og flutti aftur til Keflavíkur. Seldi mikið af fíkniefnum og notaði mikið. Lenti oft í löggunni. Fer að þéna mikinn pening á fíkniefnasölu. Átti alltaf mikið af fíkniefnum sjálfur. Notaði mikið kókaín og læknadóp . Þegar ég er tvítugur þá kaupi ég mína fyrstu íbúð. Neyslan mín var orðin svo dýr að það hlóðust upp á mig skuldir. Enginn vildi abbast upp á mig á þessum tíma því ég hafði svo góð sambönd en ég var alltaf í ótta út af skuldunum. Þá fyrst kynnist ég spilakössunum. Ætlaði alltaf að reyna að græða. Neyslan mín var orðin það dýr að ég eyddi t.d. 4-5 milljónum í fíkniefni og spilakassa á fjórum mánuðum.

Svo gerist það í fyrra að ég missi íbúðina mína. Þá er ég kominn í þá stöðu að enginn ætlar að taka við mér. Ég sef í sófum hér og þar og er kominn með ofsóknaræði. Síðan flyt ég á hótelherbergi, og dreifi mikið af fíkniefnum þaðan. Á endanum þegar ég átti ekki fyrir fíkniefnum þá fór ég í svo mikið þunglyndi og var að drepast úr paranoju. Tók á endanum ákvörðun um að fara í meðferð þegar ég var búinn að vera á hótelinu í mánuð og sagði við sjálfan mig að nú væri komið nóg, ætlaði að taka á mínum málum. Þegar ég tek þessa ákvörðun þá hef verið inn og út af meðferðarheimilum frá því ég var 17 ára gamall, verið á vökunni vikum saman og ekki borðað vikum saman. 20 ára þá fæ ég magasár. 21 þá fæ ég lífshættulegt bráðaofnæmi vegna fíkniefna, og var heppinn að ná upp á sjúkrahús og þurfti þar að vera undir eftirliti læknis og vera á sýklgjöf í æð í þrjá daga, steralyfjum og skjóta mig með adrenalíni.

Síðan þá hef ég þurft að ganga með adrenalínpenna á mér, lenti í þessu aftur en var heppinn að vera með pennan á mér. Þetta gerðist með stuttu millibili og hefur ekki komið upp síðan. 22 ára át ég svo mikið af svefnlyfjum, róandi og geðlyfjum, að öndunarfærin mín lokuðust, og í fyrra skiptið í klukkutíma og seinna skiptið í 3 tíma, það þurfti að sprauta mig niður til að ná stjórn á kvíðakastinu til að öndunarfærin opnuðust aftur.Ég fór í meðferðina og tók hana með trompi. Fór á áfangaheimili eftir 8 vikna meðferð og var tilbúinn að taka á móti öllum stuðning sem mér bauðst og búinn að búa þar núna í hálft ár, búinn að stunda grimmt AA fundi og farinn að hjálpa öðrum.

Í dag á ég dásamlegt líf, aldrei liðið eins vel búinn mynda traust tengsl við fjölskylskuna mína og kærustu, peningamálið hafa aldrei verið eins góð, vinn við að hjálpa fólki sem býr á götunni. Búinn að fá áhugann á lífinu aftur, byrjaður í golfi og stunda heilbrigt líferni. Ég á marga kunningja sem hafa fyrirfarið sér eða einfaldlega dáið úr þessu. Ég á marga vini sem eru eða hafa verið á Litla-Hrauni.

 
< Fyrri   Nćsti >

Könnun

Ertu sátt/ur ađ Lundur sé ađ hefja störf í Reykjanesbć?