Velkomin

Velkominn á bloggið mitt. Ég ákvað að setja upp þessa síðu þar sem mér finnst mikil vöntun á umræðu um forvarnir og með þessu vil ég opna fyrir hana. Öllum er velkomið að koma með ábendingar tengt þessu efni.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því
sem ég get breyttog vit
til að greina þar á milli.

Advertisement
ForsÝ­a arrow Reynslus÷gur arrow Reynslusaga mˇ­ur
Reynslusaga mˇ­ur PDF Prenta
mi­vikudagur, 14 maÝ 2008

Ég er móðir 2ja drengja sem eru að nálgast tvítugs aldurinn. Þegar annar þeirra var 14 ára þá keypi hann sér flösku af Captein Morgan og tvo bjóra. Í heilan mánuð sat ég fyrir utan herbergið hans á kvöldin og hafði ekki hugmynd um að hann væri að drekka áfengi til þess eins að hjálpa sér að sofna. Það var fyrir tilviljun að það uppgvötast og flaskan finnst “tóm” og önnur bjórdósin. Hin fór inn í ískáp til geymslu og var fyrir allra augum þar til fyrir ári síðan þegar einhver “stal” henni en þarna hafði hún verið í 4 ár . Upp frá þessu fór ferli í gang og drengurinn er greindur með þunglyndi og athyglisbrest. Hann fær lyf við þunglyndinu fyrst og síðan athyglisbrestinum. Barnið snar breyttist. Hann átti allt í einu vini sem hringdu í hann, komu til hans og báðu hann að koma til sín. Það hafði aldrei gerst áður.

Allt gengur síðan ágætlega þar til hann jú datt í það og það ansi vel, ég fattaði það strax, hann var ruglaður og var dreginn upp úr götunni ofurölvaður og vinur hans kom með hann heim. En hann átti í erfiðleikum í skólanum og fékk ekki nóga hjálp þar. Eftir þetta drakk hann lítið sem ekkert en það kom að því að hann fór að drekka nokkuð reglulega, fara í party um helgar og drekka hverja helgi. Stundum kom hann með ógeðslega lykt með sér heim. Ég skildi bara ekki hvaða ógeðslega lykt þetta var og var svo hissa þegar ég komst að því mörgum mánuðum seinna að þetta var hasslykt. Ég er bara svo vitlaus að ég þekki ekki fíkniefni í sjón, hef aldrei séð neinn neyta fíkniefna og hvað þá fundið lyktina af þeim og kom mér þetta mikið á óvart. Þarna vissi ég og hann viðurkenndi fyrir okkur hjónunum að hann hefði reykt hass í þetta skipti og eitt annað. Meira vissi ég ekki. Drengurinn byrjar í fjölbraut, hættir á lyfjunum og allt gengur vel.

Hann hættir reyndar í skólanum eftir eina önn og byrjaður á annari go fer að vinna, fer á sjóinn og allt gengur vel. Stráksi mjög meðfærilegur og allt það, auðvelt að umgangast hann, ég vissi að hann var að drekka en ekkert óhemju mikið og ekkert meira en vinir hans og alls ekki “illa” að þvi mér virtist. Þá byrjaði barningur við þann eldri. Hann var líka flosnaður upp úr skóla, farinn að vinna, búinn að missa bílprófið og kominn á sjóinn. Hann var ósáttur við að fá ekki að drekka heima og fá að hafa vini sína hjá sér og drekka. Við vorum hræðilegir foreldrar. Allsstaðar annarsstaðar máttu vinir hans drekka heima hjá þeim. En jú af hverju voru þau alltaf að sækjast eftir því að drekka heima hjá okkur? Eitthvað loðið við það. Hann flytur út á þessu ári, mikið djamm og skemmtilegheit, ég veit að hann hefur prófað og notað fíkniefni en hef ekki sönnun með það í dag en hann er orðinn 18 ára og ég hef víst ekki leyfi til að skipta mér af lengur á þeim bænum.

Ég hef grun en ekkert staðfest. En það kom að því að sá yngri fór að haga sér einkennilega. Hann fékk bílpróf og hætti að sjást heima. Hann kom heim af sjónum einu sinni í viku, henti fötunum sínum heim og sást ekki fyrr en korter í brottför eiginlega orðinn of seinn, alltof ör og upptrekktur. Hann hætti síðan að svara símanum þegar ég hringdi í hann og hann svaraði smsum seint og illa. Og þessi fáu skipti sem hann var heima, var hann fúll, erfiður í skapi, svaf langt fram eftir degi og kom ekki heim fyrr en 8 á morgnana. Passaði sig að koma heim áður en ég vaknaði til að vekja yngri systkini í skólann. Mig grunaði að hann væri í neyslu, hann var alveg hættur að drekka áfengi en var alltaf á ferðinni á bílnum. Svo kom að því að hann hvarf í nokkra daga fyrir jól og sást ekki né heyrðist nema eitt sms í 5 daga.

Jólin voru hreint ömurleg, allt vitlaust á heimilinu, allir í vörn og upptrektir, yngstu börnin fundu að eitthvað var í gangi en vissu náttúrulega ekki hvað. Á þorláksmessu neitar hann að pissa í glas, sagðist ætla að standa upp fyrir sjálfum sér og ég yrði bara að treysta honum. Þetta styrkti trú mina að eitthvað væri í gangi, hafði ekki prófað hann alltof lengi og hann þverneitaði þarna og sagði að einhverntímann yrði ég að treysta honum. Jólin liðu, ég þreytt, drengurinn erfiður og bræðurnir stóðu saman. Það var svo á gamlárskvöld þegar ég var að undirbúa matarboð og græja allt fyrir kvöldið að besta vinkona mín hringir í mig, segist ekki geta beðið með þetta því hún sagðist vita að ég vildi fá að vita strax. Þá hafði komið til hennar ung stúlka og sagt henni ýmislegt um son minn, hann hefði sést í partýi undirbúa sig við að neyta fíkniefna og var kastað út og það hafði einnig sést til hans að gefa 12 ára barni fíkniefni. Ég þakkaði henni kærlega fyrir þessar upplýsingar, þetta var akkúrat púslispilið sem mig vantaði í púslið til að geta gengið á hann. Skúraði svona eins og eitt gólf og var ekki farin út í bílskúr að segja manninum mínum þessar fréttir, var svona aðeins að jafna mig því að þó að maður viti hlutina þá er alltaf erfitt að fá staðfestingu á þeim, þá hringir síminn aftur og er það önnur vinkona mín með sömu fréttir.

Sonur hennar og kærasta höfðu hitt son minn og hann hefði verið á 5 daga rússi fyrir jól og hann væri á kafi í neyslu og farinn að selja. Höfðu haft fregnir af honum áður en þau hittu hann. Þarna kom enn eitt púslið sem small og ég var komin með allt í hendurnar. Hringdi í drenginn og hann viðurkenndi allt eða megnið, hann væri í neyslu en vildi samt ekki viðurkenna að þetta væri vandamál og hann væri alls ekki að selja. ÉG sendi manninn minn í snarhasti í höfuðborgina til að kaupa test, átti þau ekki til þegar allt kom til alls (kanski búið að forða þeim svo ég gæti ekki notað þau) og klukkan alveg að detta í 6 og matargestirnir á leiðinni. Fíkniefnatestið syndi allt sem hægt var að nota og gæti komið fram á því. Enn eitt áfallið og gamlárskvöld leið í þoku. Drengurinn fór ú tog skemmti sér eitthvað ásamt bróður sínum en veit ekki hvort hann notaði eitthvað. Ég vildi ekki skemma kvöldið fyrir gestunum og banna drengnum að fara út. Janúar leið, strákurinn í vinnu, sást ekki heima, hringdi ekki og svaraði ekki. Sást keyrandi alltof hratt og reykspólandi um allan bæ með músikina í botni. Þetta var ömurlegasti mánuður sem ég hef nokkru sinni upplifað.

ÉG hreinlega lá í rúminu. Mikil togstreita á milli mín og mannsins míns vegna þessa. ÉG var kanski ekki alveg tilbúin til að viðurkenna að þetta væri vandamál og taldi hann mála skrattann á svartan vegginn og hafa það ansi svart. Við hlytum að geta leyst úr þessu sjálf við strákinn. En hvernig gátum við það þegar hann sást ekki heima, kom ekki heim þegar hann var beðinn um það. Svo kom að því að hann var rekinn úr vinnu og kenndi manninum mínum um það því við höfðum hringt og spurst fyrir hvort það gæti verið að það væri neysla um borð. Vinnuveitandi hafði grun um það og þessa síðustu viku þá sló drengurinn allt út. Hann var ekki húsum hæfur, klikkaður í skapinu og stórhættulegur sjálfum sér og öðrum og mátti því taka pokann sinn og fara. EF hann myndi drífa sig í meðferð þá mætti hann koma aftur ef að hann tæki sig á og stæði sig. Nei hann þyrfti sko ekki að fara í meðferð.

Það var ekki fyrr en að ég fékk eldri bróðirinn með mér í lið og við gátum talað hann til að fara í meðferð. Þá vorum við hjón búin að hafa samband við starfsmenn félags og barnaverndarþjónustunnar til að fá aðstoð því við vorum lost, enginn gat gefið okkur svör með hvert við áttum að leita og hvað við ættum að gera. Kanski hringdum við ekki á réttu staðina til að fá réttar upplysingar. En allavega kom hann útúr dópaður á fund með þeim og samþykkti að fara í meðferð. Við tók biðtími sem var mjög erfiður. Ég vissi að strákurinn hélt áfram að dópa. Setti reglur sem ekki voru virtar. Hann kom seint og illa heim og endaði með að lögreglan kom með hann heim. Þá hafði hann verið stöðvaður fyrir ofsaakstur. Hann yrði bara að taka á því sjálfur og sendi ég hann því einann í skýrslutöku hjá lögreglunni og þeir keyrðu hann svo heim. En hann var sviptur á staðnum. Það kom að því að ég hrundi andlega og varð gjörsamlega algjört flak, maðurinn minn henti stráknum út en ég var ekki alveg sammála því þar sem hann væri búinn að samþykkja að fara í meðferð og kom stráksi heim með skottið á milli lappanna og baðst afsökunnar á þessu og fór að mestu eftir reglunum eftir það.

Þá kom kallið, mæta í meðferðina eftir x marga daga. Ekki var stráksi til í það enda fannst honum hann ekkert þurfa að fara inn í meðferð, hann væri sko alveg hættur að dópa og færi eftir öllum reglum og væri að standa sig í vinnu. Það var að vísu rétt en okkur fannst réttara að hann færi í meðferð uppá að byggja sig upp andlega og líkamlega því hann hafði lést um 12 kg á 4 mánuðum og var aðeins að fara að vinna sig upp. En það hafðist og hann fékkst til að fara en ekki fyrr en viku seinna en á þeim tíma náði hann að detta aftur í dópið og fór að mæta seint og illa heim. En adam var ekki lengi í paradís eftir mánaðar meðferð á opnu meðferðarheimili þá vildi drengurinn hætta. Við vorum ekki á þvi og neituðum að hann kæmi heim en hann fór samt, ákvað að hann væri búinn að læra nóg og vildi koma heim en samt ekki og upphófst þras um reglur og annað á heimilinu. Það er erfitt sem móðir að afneita barninu sínu svona en hvað annað getur maður gert. Þetta er búið að ganga svona í einhvern tíma og hann er ekki að biðja um að koma heim.

Hann verður bara að bjarga sér sjálfur enda alveg að detta í 18. Hann ekki tilbuinn til að fara eftir okkar reglum sem við setjum enda höfum við fleiri börn sem eru ung á heimilinu og við getum ekki boðið þeim upp á þetta. Mamma alltaf þreytt og ósofin og algjörlega í rust af því að stóri bróðir þeirra svarar ekki og kemur ekki heim. Ég hef ekki hugmynd um það hvort að hann sé í einhverri neyslu í dag. Það lítur ekki þannig út en mamma er svo græn að kanski tekur hún ekki eftir neinu. Hann stundar vinnu vel, hringir reglulega í mig, svarar þegar ég hringi og kemur heim reglulega og er mjög glaður og ánægður. En ég treysti engu þar sem h ann drekkur áfengi. Enn er togstreita á milli okkar hjóna útaf þessu. ÉG vil helst forðast það að ræða um þetta og hugsanlega neyslu hans en maðurinn minn vill ræða það. Við erum ekki sammála en verðum að finna milliveginn. STráksi fær eitt og eitt tækifæri til að sanna sig fyrir okkur en þau eru ekki mörg og eru lítil. Hann stendur við sumt en annað ekki. Hann er próflaus enn, keyrir próflaus um allar jarðir en enginn gerir neitt. Lögreglan er ekkert að elta duttlunga móðursjúkrar móður sem er alltaf síhringjandi og búnir að fá leið á henni.

Hvað verður veit ég ekki, þeir búa hvorugir heima. Lífið heldur áfram og þeir verða að læra að takast á við lífið og ég verð að gera það líka. Börnin fullorðnast en ég verð líka að læra að trúa því að þeir gætu verið í neyslu og þeir gætu líka verið að standa sig en peningaeyðsla þeirra bendir til neyslu. Það sem mér fannst mjög slæmt líka í þessu ferli að fólk í kringum mig virtist vita af þessu. Fólk sem ég þekkti og það þekkti mig en ég var kanski ekki að umgangast neitt mjög mikið. Það var verið að ýja að einhverju, spyrja en aldrei sagt neitt. Af hverju getur fólk ekki bara sagt manni eins og er ef það veit eitthvað. Er ég móðir sem að á ekkert að fá að vita? Eiga börnin mín að fá að vera í neyslu án þessi að ég viti? ÉG er ekki sammála því. ÉG fékk upplýsingar um barnið mitt og tók á því og ég fékk í leiðinni upplýsingar um annað barn og ég hringdi í það foreldri og kom skilaboðum áleiðis með þriðja barnið.

Mér finnst ekki hægt að fólk ræði svona hluti bara á kaffistofunni hjá sér eða inni í eldhúsi með kjaftasögunum yfir kaffibolla. TAKA UPP SÍMANN FORELDRAR OG HRINGJA EF ÞIÐ HAFIÐ MINNSTA GRUN UM AÐ BARN SÉ Í NEYSLU ÞÓ ÞÚ EIGIR ÞAÐ EKKI. Þetta er langt frá því að vera búið hjá mér og kanski á ég eftir að reyna meira. Vonandi sjá strákarnir að sér og fara að taka ábyrgð á sínu lífi og þurfi ekki að berjast við fíkniefnadjöfulinn. Móðir

Þakka þetta framlag og gangi þér vel.
F.h Lundar:
Erlingur Jónsson

 
< Fyrri   NŠsti >

K÷nnun

Ertu sßtt/ur a­ Lundur sÚ a­ hefja st÷rf Ý ReykjanesbŠ?