Velkomin

Velkominn á bloggið mitt. Ég ákvað að setja upp þessa síðu þar sem mér finnst mikil vöntun á umræðu um forvarnir og með þessu vil ég opna fyrir hana. Öllum er velkomið að koma með ábendingar tengt þessu efni.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því
sem ég get breyttog vit
til að greina þar á milli.

Advertisement
Forsíđa arrow Reynslusögur arrow Reynslusaga
Reynslusaga PDF Prenta
miđvikudagur, 14 maí 2008

Úlfar heiti ég og er alkóhólisti. Ég byrjaði ungur að drekka, svona eitthvað um 11 ára aldur og var reyndar alinn upp á heimili sem mikið var drukkið á. Mamma og pabbi fóru mikið upp á völl, ég er alinn upp hérna í Njarðvík og komst fljótt á lag með að stelast sjálfur upp á völl og sækja þangað bjór með vinum mínum. Þegar ég er 11 ára var ég sendur í heimavist sem vandræðabarn í Ísafjarðardjúp og var þar á Reykjanesi, skóli fyrir sveitafólkið í djúpinu og auðvitað vitleysingana að sunnan. Þar var sko mikið brallað og ég reyndi til dæmis jakahlaup á ísnum sem lagði í alla firði og fór auðvitað alveg á bólakaf og þurfti að labba alveg rennandi blautur til baka í skólann og var auðvitað alveg frosinn, og má nú bara þakka fyrir að vera á lífi.

Nú mamma og pabbi skilja síðan þegar ég er 11 ára og þá réð mamma ekki neitt við neitt, ég sniffaði bensín, gas og lím, drakk þegar ég gat og var alveg stjórnlaus alveg frá fyrstu tíð, mamma giftist síðan Ameríkana þegar ég var að verða 16 ára og við fluttum til Flórída. Þar komst ég í tæri við gras og hass og drakk auðvitað líka helling, okkur lenti síðan saman mér og þessum kana sem mamma var gift og ég hálf drap hann einn daginn þegar hann lamdi mömmu mína, og þá var ég sendur aftur heim til Íslands og var ég alsæll með það, enda vildi ég aldrei fara, ég vildi vera hjá pabba en var ekki spurður neitt um það, þá voru lögin svona á Íslandi. Ég flutti til pabba og seinni konu hans til Ísafjarðar, fór að vinna og var fljótur að kynnast strákum þar sem kunnu að djamma og við djömmuðum allar helgar og miklu meir, vorum fullir við hvert tækifæri sem gafst.

Ég bjó á Ísafirði í tæp 3 ár og fór þá norður á Akureyri til bróður míns og hans kærustu, þar fór ég að vinna hjá Ú.A og sama sagan, ég drakk eins oft og mögulegt var, er þarna líka farinn að fikta við amfetamín, kók, sýru, og bara allt sem gaf góða vímu, ég reyndi oft að harka af mér og vera edrú um stund á hnefanum en það fór alltaf eins, ég var orðinn vitlaus í skapinu og réð ekki neitt við neitt. Frá Akureyri lá leið suður og til eyja á vertíð. Þar var sagan eins, vann eins og skepna, reykti hass alla daga og drakk stíft um helgar, fór þaðan til Reykjavíkur og fór að vinna upp í Mosfellsbæ hjá Álafoss, sama sagan, kynntist stelpu og fór að búa, drakk alltaf eins mikið og reyndi á hnefann að hætta til að redda sambandinu, ekki gekk það, enda síðan sambandið með að ég fer í meðferð og hún flutti til Noregs. Ég náði að vera edrú í eitt ár og féll þá, fer í dagneyslu í rúm 2 ár, þetta var á árunum 1987-1990.

Þegar hér er komið sögu er ég farinn að sprauta mig beint í æð og enginn ræður neitt við mig, ég var hættur að tala við mína nánustu og forðaðist allt mitt fólk, enda mjög sjúkur á sál og líkama. Ég fer síðan í meðferð aftur hjá SÁÁ og fer uppá Staðarfell. Ég kem heim og næ að vera edrú í ein 2 ár rúmlega og þá féll ég. Ég bjó þá í Breiðholtinu og stundaði fundi vel, fór á áfangaheimili, agaði mig mikið og stundaði sund og allt sem kom að því að byggja mig upp, en allt kom fyrir ekki, ég nefninlega vann ekki sporin og hætti að mæta á fundi og vann alltof mikið, byrja aftur að sprauta mig og vakti heilu og hálfu vikurnar, át ellur eins og kandís, sveppi, sýrur, lsd, bara nefna það ég tók allt inn efedrín, dísur, mogadon, ritalín og allt sem kom mér upp. Ég vildi helst ekki drekka svo ég drægi ekki niður vímuna sem ég var í, vildi bara vera uppi alla daga.

Ég lendi inn á geðdeild og hef oft þurft að vera þar um æfina, eftir þetta fer ég síðan í mína síðustu meðferð 1999 og kynnnist góðri konu, var reyndar búinn að kaupa ferð á Woodstock 1999, 30 ára afmælishátíð og þar dópaði ég síðast. Ég ætlaði svo sannarlega að vera edrú þarna en það gekk ekki, var búinn að vera a svæðinu í 15 min þá var ég kominn með únsu af grasi og 2-3 sýrur og allt komið í gang. Ég er vakandi næstum alla hátíðina, vildi ekki missa af neinu sem var að ske og át meskalín, sveppi, kristal og endaði á að reykja pcp(englaryk)og þá komst ég víst ekki hærra, ég snerti fætur guðs að mér fannst og síðan þá hef ég ekki dópað ólögleg efni.

Ég hef dáið í neyslu og veit þess vegna að það er til guð því ég sá ljósið og ég hef barist við minn djöful, áfengi og vímuefni síðan ég var barn svo ég veit að það er bara til ein lausn og það er að viðurkenna vanmátt sinn og að maður getur ekki stjórnað sínu eigin lífi. Síðan þarf að stunda samtökin og vinna sporin og virða efðravenjurnar, þá tekst manni að verða heill á ný, einn dag í einu og biðja um styrk til að greina rétt frá röngu. Ég er búinn að missa svona um 40-50 vini og neyslufélaga sem eru dánir vegna sjúkdómsins,og eiginlega bara hættur að telja þetta fólk lengur,og ég á marga vini sem sitja í fangelsum landsins fyrir allt frá hnupli til morðs.

Í dag er ég 41 árs, fráskilinn tveggja barna faðir sem hitti börn mín aðra hverja helgi en þau hafa samt aldrei séð mig undir áhrifum áfengis eða dóps svo ég veit ég er að gera rétt og ég er sjálfur besta forvörn barna minna og læt ekkert illt henta þau svo lengi sem ég lifi. Ég vona að saga mín sé einhverjum til góðs þó ekki nema einn lesi grein þessa og skilur hvað málið er alvarlegt þá dugar það mér.

Virðingafyllst, Úlfar B Aspar.

 
< Fyrri

Könnun

Ertu sátt/ur ađ Lundur sé ađ hefja störf í Reykjanesbć?