Velkomin

Velkominn á bloggið mitt. Ég ákvað að setja upp þessa síðu þar sem mér finnst mikil vöntun á umræðu um forvarnir og með þessu vil ég opna fyrir hana. Öllum er velkomið að koma með ábendingar tengt þessu efni.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því
sem ég get breyttog vit
til að greina þar á milli.

Advertisement
ForsÝ­a arrow Afneitun og aflei­ingar ■ess
Afneitun og aflei­ingar ■ess PDF Prenta
fimmtudagur, 03 jan˙ar 2008

Afneitun er hættuleg.
Fyrir um það bil 10 – 12 árum byrjaði sonur minn að drekka aðeins 12 ára gamall, sem leiddi hann síðar í neyslu eiturlyfja. Ástæðan fyrir því var mér óskiljanleg þá, þar sem hann hafði og fékk allt sem barn gat hugsað sér. Hann var glaðlegur, líflegur, blíður og yndislegur strákur sem ég elska mjög mikið og öllum þótti vænt um hann. Hann hafði gott hjarta og hefur sem betur fer enn. Hann var  góður í ýmsum íþróttum og var í þeim um tíma þegar hann var byrjaður í neyslu án þess að ég og fleiri áttuðum okkur á því, síðan fjaraði hann bara út. Hann var farin að ljúga og stela og orðinn mjög óheiðarlegur í alla staði, sem gerist þegar fólk er í neyslu.

Það var mikið áfall fyrir mig og mína fjölskyldu þegar við gerðum okkur grein fyrir því. Hann breyttist úr yndislegum syni og vin í reiðan og mjög erfiðan ungling. Hann flutti til mín þar sem hann gat ekki búið hjá móðir sinni og hennar manni vegna þess að þau gerðu honum erfitt fyrir. Hann gat ekki dópað í friði, því þar voru komnar reglur sem hann þurfti að fara eftir. Ég trúði nánast öllu því bulli sem hann sagði mér. Ég tók við honum, hélt að ég réði nú alveg við hann. Nei  það var nú aldeilis ekki allt fór úr böndunum hjá mér og minni fjölskyldu, en ég hélt að þetta myndi nú lagast. Ég borgaði fyrir hann dópskuldir, lánaði honum fyrir hinu og þessu, skuttlaði honum hingað og þangað og hélt að allt myndi lagast við það.

Hann fór i meðferð og ég trúði því að nú væri allt orðið gott. Honum gekk svo vel í meðferðinni að það var keypt eitt og annað fyrir hann svo að hann hefði það gott þegar hann kæmi heim aftur. En sama sagan endurtók sig aftur og aftur því hann var ekki tilbúin að hætta þessu líferni eða gat ekki og alltaf sá ég ekki í gegnum þetta. Hann fór ekki í meðferð fyrir sjálfan sig heldur til að friða aðra. Ég var í mikilli afneitun á þetta og einnig hrikalega meðvirkur að það var orðið hættulegt. Hafði þetta mjög mikil áhrif á mig og kom fram bæði í einkalífi, leik og starfi. Þetta lét ég viðgangast í mörg ár og var næstum því búin að fórna konu minni fyrir þennan óþvera og vegna afneitunar á þetta og hve meðvirkur ég var. Við foreldrar förum í svo mikla afneitun og verðum svo meðvirk að það er orðið hættulegt sjálfum okkur. Með tímanum verðum við jafnvel eins veik og þau ef við gerum ekkert í því.

Við byrjum að leyna aðstæðum, ljúga fyrir þau og verðum eins óheiðarleg og þau. Það er staðreynd og því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir því því betra. Þegar börnin fara að missa áhugan á námi, sporti, vinnu, svefnvenjur að breytast og alltaf að eignast nýja vini þarf að fara að skoða hvað sé í gangi. Tala við kennara, þjálfara, atvinnurekanda og hlusta á vini og vandamenn. Þau vita meira en við, sem trúum engu á þessa engla okkar. Ekki taka mark á þeim þau ljúga okkur full. Ef kennarar, þjálfarar og atvinnurekendur og vinir segja annað,trúið því. Þegar svona er komið fyrir okkur sem aðstandendum og foreldrum, þurfum við ekki síður á hjálp að halda en þau. Við þurfum að sækja hana og þau þurfa þess líka.Í dag er ég búin að fá hjálp og veit meir um það hvernig á að taka á þessum málum og sonur minn líka og nú fór hann fyrir sjálfan sig og gengur það mjög vel í dag.

 

Afneitun og afleiðingar þess.

Þeir sem eru í afneitun eins og ég var eiga ekki sjö dagana sæla. Í hvert skipti sem eitthvað kemur upp í sambandi við þann sem maður er að hylma yfir, hvort sem það er sonur, dóttir, maki, foreldri, systkyni, barnabarn eða einhver annar þá tökum við bara meiri vandamál inná okkur, léttum ábyrgðinni af öðrum og fyllumst sjálf bara enn meiri kvíða og ótta. Með þessu gerum við honum (þeim og okkur) kleift á að halda áfram í sínu rugli, jafnvel svo árum skipti og verða veikari og veikari. Meðan svo er gera þau ekkert í sínum málum. Á endanum verðum við svo hokin og veik að burðast með allan þennan pakka , bæði okkar og þeirra að við getum ekki horft upp með hreina samvisku. Við fyllumst af skömm í stað þess að gera eitthvað.

En þar sem við erum orðin svo óheiðarleg, veik og meðvirk líka, gerir það okkur léttara fyrir að horfa framan í næsta mann og segja að allt sé í lagi, sem er auðvitað haugalýgi. Hugsið ykkur að vera á þessum stað jafnvel bara út af stoltinu einu saman eða einhverju öðru, eða hræddur við álit annara. Það kemur allaf að því að allt springur, hvar stöndum við þá. Fjölskyldan farin, tvístrast í allar áttir og jafnvel búinn að missa allt. Þetta bitnar alltaf fyrst og fremst á þeim sem standa manni næst, þeim sem maður elskar. Þá er það stóra spurningin, hvað ætla ég að gera. Halda áfram að safna í ruslapokann og láta mér líða ömurlega áfram eða gera eitthvað í málunum (leita mér hjálpar). Þá byrjar virkilega erfitt verk að fara að reyna að púsla fjölskyldunni saman eins vel og hægt er. Ætla ég að vera einlægur í því eða ekki.

Ég reyndi ýmislegt áður en ég leitaði mér hjálpar, en það gekk bara ekki upp því ég fékk ekki þá eftirfylgni sem ég þurfti og hafði ekki kunnáttuna heldur til að takast á við þetta. Þannig að ég endaði alltaf í sama farinu aftur. Ég var svo fullur af ótta að ég þorði ekki að takast á við hlutina. Tók ekki einu sinni upp hanskann fyrir konu minni þegar svo bar undir, vegna þess að ég var að verja mig fyrir öll mín mistök en ekki einhvern annan, svo mikið var ég orðin meðvirkur, óttasleginn og veikur einstaklingur þegar ég sagði hingað og ekki lengra, ég verð að gera eitthvað áður en eitthvað verra gerist, var orðinn andlega gjaldþrota.

Ég veit að það er erfitt að komast út úr þessu og að taka slíka ákvörðun.. En að hafa tekið þá ákvörðun að gera eitthvað í málunum og vera jákvæður í því og með opin hug, þá er það bara gaman. Og lífið blasir við á ný. Látið stoltið ekki standa í vegi fyrir ykkur, þið eigið betra skilið. Í dag þakka ég fyrir hvern dag og að eiga enn núverandi konu mína, börn okkar, barnabörn og son minn á lífi. Þar sem aðstaðan er á næstu grösum hjá okkur Suðurnesja mönnum, vona ég að þið notfærið ykkur þann stuðning sem þar verður að finna. Eigið góðan dag.

Erlingur Jónsson

Smellir: 13938
feed0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd
 
 
quote
bold
italicize
underline
strike
url
image
quote
quote
smile
wink
laugh
grin
angry
sad
shocked
cool
tongue
kiss
cry
minna | stærra
 

security image
Skrifaðu stafina sem eru sýndir


busy
 

K÷nnun

Ertu sßtt/ur a­ Lundur sÚ a­ hefja st÷rf Ý ReykjanesbŠ?