Velkomin

Velkominn á bloggið mitt. Ég ákvað að setja upp þessa síðu þar sem mér finnst mikil vöntun á umræðu um forvarnir og með þessu vil ég opna fyrir hana. Öllum er velkomið að koma með ábendingar tengt þessu efni.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því
sem ég get breyttog vit
til að greina þar á milli.

Advertisement
Forsíđa arrow Saga ţriggja barna móđur
Saga ţriggja barna móđur PDF Prenta
fimmtudagur, 03 janúar 2008

Ég var þessi stelpa sem gekk gífurlega vel í skóla, átti fullt af vinum og engin stærri vandamál á mínu heimili en öðrum. Mamma mín VISSI að úr mér yrði eitthvað stórkostlegt. Ég ætti eftir að fara í eitthvað svakalegt nám og það yrði bara gott að fá að fylgjast með mér standa mig í lífinu.  Því miður var það ekki rétt hjá henni því ég átti eftir að valda henni og öllum í kringum mig hrikalegum sársauka. Ég byrjaði seint að drekka miðað við marga jafnaldra mína eða í 10.bekk og í fyrstu var drykkjan mín alls ekkert stjórnlaus. Eftir áramótin á sama ári er ég farin að hanga mikið með fólki sem var að reykja kanabisefni en lét það samt vera sjálf að reykja. Var hrædd því ég kunni ekki á þessi tól sem var verið að nota og vildi nú síður missa kúlið.  En fljótlega kynnist ég amfetamíni og get ég bara lýst þeim kynnum sem ást við fyrstu sýn.  Núna átti góða litla stelpan leyndarmál og var hæst ánægð með það.  Í einhver ár náði ég að fela þetta fyrir fjölskyldunni og þeim vinum sem ekki voru í neyslu með óheiðarleika.  Ég flosnaði upp úr námi, var alltaf að byrja á einhverju sem ég kláraði svo ekki.

Hélt illa vinnu og var má segja mjög óábyrg og stjórnlaus hvar sem á var litið í lífi mínu.  Mamma skildi ekkert í því afhverju ég var orðin svona reið og hún var allt í einu orðin óvinur minn.  17 ára flyst ég út á land og þar var nánast engin neysla á ólöglegum efnum.  Ég notað varla neitt dóp í 2 ár en drakk þeim mun meira.  Rétt fyrir tvítugsafmælið mitt flyst ég til Reykjavíkur og byrja strax að djamma með hörðum efnum og umgangast fólk sem er í mikilli neyslu. Ég var alltaf einhvern vegin góða stelpan á þessum tíma, dópaði “bara” um helgar og var að standa mig ágætlega í að halda fronti  heima við.  Í byrjun sumarsins kynntist ég manni sem var í mikilli neyslu, hann stundaði mikil afbrot og hafði einhvern vegin náð að gefa skít í “hitt lífið” og á þessum tímapunkti var það mín heitasta ósk. Öll þessi togstreita og óheiðarleiki var farin að vera þung byrði. Ég og þessi maður urðum ástfangin og við tók nýtt líf. Ég man enn eftir deginum sem ég tók ákvörðun.  Ég steig af heilum hug upp í þennan rússíbana sem fíkniefnaneysla er en hélt fast í höndina á kærastanum mínum.  Verst er með þennan rússíbana er að þótt þetta sé gaman til að byrja með veit maður aldrei hvenær eða hvort maður fær tækifæri til að yfigefa hann.  Hann fer oft á hvolf og til að byrja með er maður bundinn fastur í sætið en beltin halda manni ekki öruggum lengi. Það fékk ég svo sannarlega að læra seinna meir. Til að byrja með var þetta gaman og spennandi.  Allar eðlilegar tilfinningar voru kæfðar í fíkniefnum og víman hélt brosinu föstu á okkur. Lífið okkar gerist óskaplega hratt á þessum tíma.  Við giftum okkur fljótlega og fengum viðurnefnið Bonnie and Clyde hjá lögreglunni. Það fannst okkur bara töff og vorum við sannfærð um að við hefðum fundið leiðina að hamingjunni. Ef bara við ættum fullt af dópi þá væri allt fullkomið. En mjög fljótlega fór að skyggja á braut okkar.  Á 4 árum eignumst við 3 yndisleg börn en neyslan var alltaf til staðar. Sá dagur rann upp að við áttum endalaust af efnum og nóg af peningum en líðaninn versnaði og versnaði. Draumurinn okkar rættist en var í raun og veru martröð. Ég horfði á manninn sem ég elska hverfa fyrir augum mér og verða að einhverju ólýsanlegu skrímsli.  Ég einangra mig algjörlega og byrja að nota meira og meira af fíkniefnum. Paranoja og geðklofi er að sundra öllum veruleika okkar. Maðurinn minn er orðinn ákaflega ofbeldihneigður og ég var innilega farin að óttast um líf mitt.  Innst inni vissi ég að við urðum að hætta að nota en ég þorði því ekki.  Dópið var það eina sem deyfði sársaukann minn.  Ég gat verið heima hjá mér í einhverja sólarhringa án þess að sofa og borða.  Eina sem ég gerði var að sinna börnunum mínum og þrífa og þrífa og þrífa. Þannig fór ég í burtu í smá stund í huganum. Þannig gat ég sleppt því að hugsa, sleppt því að finna til. 

Ég vaknaði einn morguninn, yngsta barnið mitt vildi pela.  Ég pikkaði í manninn minn og hann raukur niður mjög reiður.  Hnúturinn í magann kemur og ég fór á eftir honum.  Hann sneri sér við og ég sá að hann var farinn.  Í augunum hans var ekkert eftir af manningum mínum.  Hann réðst á mig með þvílíku afli og ég bara vissi að hann ætlaði sér að drepa mig núna.  Í einhverri geðveiki næ ég að verja mig með þónokkrum afleiðingum.  Þetta   endar sem stórt lögreglumál og við erum bæði kærð fyrir líkamsárás og kanabisræktun.  Barnaverndarstofunun kom inn í málið af miklum krafti en alúð og við vorum skikkuð í meðferð.  Þessi  dagur var upphafið á betra lífi þótt ég væri ófær um að sjá það þá.

Ég lýk minni meðferð ca 2 mánuðum seinna og held að þetta verði nú ekkert mál.  Ég lærði allt um alkóhólisma þarna inni og var þess sannfærð um að ég gæti þetta án fyrirhafnar.  Ég nýtti mér engan stuðning eftir meðferðina og ætlaði að höndla þetta upp á eigin spýtur.  Ég fékk svo sannarlega að læra að það er nánast ógjörlegt.  Eftir tæpa 3 mánuði féll ég.  Við tók margra mánaða helvíti.  Ég vissi núna að ég gæti ekki boðið börnunum mínum upp á þetta líf þannig að ég kvaddi þau í umsjá föður síns sem hafði náð að vera edrú.  Hann hélt sig við mikinn stuðning og stundaði grimmt 12 spora fundi eins og AA og NA.  Sársaukinn og skömmin innra með mér var gífurleg.  Ég elskaði börnin mín meira en allt en gat samt ekki verið edrú.  Á þessu tímabili byrjaði ég að sprauta mig, seldi gífurlega mikið af eiturlyfjum og hélt að mín örlög væru einfaldlega að deyja í neyslu og ég var ákveðin í að hann kæmi eins fljótt og möguleiki var á. En í lok sumars 2006 sótti besti vinur minn mig og tók mig á tal.  Hann sagði allt það sem að enginn þorði að segja við mig og það var sama hvað ég barðist á móti gríman féll af mér.  Ég grét í einhverja klukkutíma stanslaust og fljótlega var ég komin í meðferð.  Þar var ég í rúma 4 mánuði.  Leið svo vel þegar ég kom út.  Búin að vinna helling í fortíðinni og smám saman fór ég að trúa því að ég gæti einfaldlega drukkið eins og venjulegt fólk.  Það tók mig einhverja daga að vera komin í sama helvítið aftur.  En sem betur fer stóð það stutt yfir og aftur var ég komin í meðferð.  Þetta var 13. maí síðast liðinn.  Síðan þá hef ég verið edrú.  Mér líður vel enda er ég loksins að gera það sem ég á að vera að gera.  Ég sleit öllu sambandi við neyslufélaga.  Ég nýti mér allan þann stuðning sem er í boði og ég er dugleg að fara á fundi.  Ég er meðvituð um að þetta er lífstíll sem ég þarf að tileinka mér það sem eftir er.  Hættan er ekkert liðin hjá.  Ég bý með börnunum mínum í dag og ég og barnsfaðir minn höfum tekið aftur saman.  Lífið mitt hefur aldrei verið svona gott.  Ég er í fullri vinnu og er að standa mig í lífinu.  Ég er ein af þeim heppnu.  Ég fékk að ganga í gegnum helvíti og komast lifandi út.  Ég fékk að fara úr rússíbananum.  Fyrir nokkru síðan sat ég í kirkju á jarðaför.  Vinkona mín til margra ára hafði dáið sökum of stórs skammt af eiturlyfjum.  Þetta var svo nálægt því að vera ég.  Það getur enginn vitað fyrirfram hvort hann/hún kemst frá þessu lifandi.  Það ætlar sér enginn að fara sömu leið og ég. 

Ég ætlaði mér aldrei að verða svona veik þetta átti bara að vera gaman. Hugsið ykkur vel um áður en þið takið fyrsta sopan, smokin eða eitthvað annað. Bara eitt skipti getur orsakað svona líf sem engin óskar eftir.

Segið nei takk, ég á betra skilið.

Smellir: 11009
feed3 Athugasemdir
Marta
febrúar 06, 2008
157.157.71.126
Atkvæði: +3

Takk aftur fyrir að skrifa þetta hér og þora að segja þína sögu. vonandi lærir fólk af þessu og byrjar aldrei í svona rugli , gangi þér svakalega vel í framtíðinni smilies/smiley.gif

tilkynna misnotkun
kjósa niður
kjósa upp
Berglind
febrúar 05, 2008
157.157.185.250
Atkvæði: +0

takk fyrir að skrifa þetta hérna
Það mundi ekki allir hafa kjark í það og að segja sína sögu . Og takk fyrir að koma í skólann í dag það var mjög gott að heyra ykkur sögu og fá að vita hversu hættulegt þetta er . Og ég vona allveg innilega að þú getur haldið svona áfram og segi bara gangji þér allveg rosalega vel í lífinu smilies/smiley.gif

tilkynna misnotkun
kjósa niður
kjósa upp
Sjöfn
febrúar 05, 2008
157.157.185.250
Atkvæði: +7

Takk fyrir að skrifa þetta hérna,
ég vona að fólk læri af þessu.
Ég vona einnig að þú eigir eftir að eiga góða framtíð og gangi þér vel smilies/smiley.gif

tilkynna misnotkun
kjósa niður
kjósa upp

Skrifa athugasemd
 
 
quote
bold
italicize
underline
strike
url
image
quote
quote
smile
wink
laugh
grin
angry
sad
shocked
cool
tongue
kiss
cry
minna | stærra
 

security image
Skrifaðu stafina sem eru sýndir


busy
 

Könnun

Ertu sátt/ur ađ Lundur sé ađ hefja störf í Reykjanesbć?