Velkomin

Velkominn á bloggið mitt. Ég ákvað að setja upp þessa síðu þar sem mér finnst mikil vöntun á umræðu um forvarnir og með þessu vil ég opna fyrir hana. Öllum er velkomið að koma með ábendingar tengt þessu efni.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því
sem ég get breyttog vit
til að greina þar á milli.

Innskrßning


Třnt lykilor­?
Advertisement
ForsÝ­a
Forvarnarverkefni­ Lundur a­ hefja nřtt ßr. PDF Prenta
f÷studagur, 04 jan˙ar 2008

Nú eru jól og áramót liðin og nýtt ár hafið. Áttum ég og fjölskyldan mín frábæra og áhyggjulausa daga, þar sem sonur minn var til staðar og naut þess innilega að vera með fjölskyldum sínum og ættingjum. Eru þetta fyrstu jól og áramót í ca 6-8 ár sem hann hefur verið “EDRÚ”...Yndislegt, en það eru ekki allir svo heppnir að vera áhyggju- og  kvíðalausir, og lausir við allan þann ótta sem því fylgir.

Eitt er mér þó alveg óskiljanlegt, eins mikið og umræðan um forvarnir, fræðslu og stuðning er mikil í dag, og hversu margir eru að taka sig á og berjast við að snúa blaðinu við, ungir sem aldnir, er það hvað það eru fáir sem eru að styðja við bakið á þeim. Það þýðir ekkert að sitja heima, vona bara og eða ætlast til að þetta takist í þetta sinn og taka engan þátt í því. ( Virkar bara ekki þannig )Hvar eru foreldrarnir, systkinin, ættingjarnir og vinirnir. Af hverju sækir fólk sér ekki fræðslu þar sem hún er til staðar og styður þannig við bakið á þeim sem þau segjast elska og styrkja sjáfan sig þannig í leiðinni. Af hverju er það yfirleitt bara annar foreldrinn sem leitar sér hjálpar...

Það mætti halda að sum börn væri eingetin og ættu bara einn foreldra. Annar foreldrin vill gera hlutina svona og hinn foreldrin hinnseigin, aldrei sammála. Hjá Lundi er hægt að fá fræðslu og styrk í þessum efnum.Er það út af skömm, er stoltið of mikið, er það hræðsla við álit annara, eða afneitum um að þetta gerist ekki hjá ykkar fólki? Fíknin fer ekki í manngreiningarálit hvort sem það sé áfengis-, eiturlyfja-, spila-, matarfíkn eða eitthvað annað. Það er enginn óhultur fyrir þessu fjanda.

Við verðum að gera eitthvað, er það ekki?Eins og umræðan er opin og mikil um þetta í dag ætti fólk að drattast á lappir og gera eitthvað í málunum áður en ástandið versnar.Þau þurfa virkilega á ykkur að halda, meira en ykkur grunar og þið farið þá kannski að tala sama tungumál. Ég var í afneitun því miður allt of lengi og var t.d. ekki að skilja son minn, náði ekki að tala við af neinu viti fyrr en ég fór að gera eitthað sjálfur í mínum málum og hafa stjórn á minni tjáningu, læra að taka á meðvirkninni sem foreldri og aðstandandi,fræðast um sjúkdóminn. Að hafa sjúkling í fjölskyldu, smitar út frá sér. Að hafa heilbrigða fjölskyldu, smitar líka út frá sér, en við elskum samt báða ekki satt.  

Svona fréttir eru stanslaust í blöðunum og verða áfram um ókomna tíð ef við gerum ekkert.

Lögreglan var rænd.
23 þúsund e töflur teknar í Leifstöð.
150 e-töflur og 55 grömm af meintu a mfetamíni við húsleit í Reykjanesbæ. Ökumaður var tekinn fyrir meintan ölvunarakstur í Grindavík í nótt og annar réttindalaus.
Skemmdir á 13 ljósaskreytingum við önnur leiði og brotið rúðu í nýja kirkjugarðshúsinu.
Nokkrir handteknir grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna Þetta er óþarfi. 

Þeir sem hafa áhuga á að fá kynningu á Lundi og fræðslu um misnotkun áfengis,- fíkniefna og afleiðingar þess, hafi endilega samband.
 
Hér er dagskráin fyrir foreldrafræðsluna í janúar en öll á www.lundur.net undir foreldrafræðslan.

* 7/1´08  Vímuefnin sem unglingarnir nota og áhrif þeirr
* 14/1´08 Bataþróun hjá unglingum og íhlutun
* 21/1´08 Vímuefnameðferð unglinga
* 28/1´08 Vandi foreldra og þjónusta SÁÁ í Göngudeildum

Lundur þakkar þeim sem styrkt hafa forvarnarverkefnið Lund með fjárframlögum og í verki.Nýárs- og baráttukveðja
Erlingur JónssonS: 864-5452
Ůetta netfang er vari­ fyrir ruslrafpˇsti, ■˙ ■arft a­ hafa Javascript virkt til a­ sko­a ■a­
 

Smellir: 76744
feed0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd
 
 
quote
bold
italicize
underline
strike
url
image
quote
quote
smile
wink
laugh
grin
angry
sad
shocked
cool
tongue
kiss
cry
minna | stærra
 

security image
Skrifaðu stafina sem eru sýndir


busy
 
< Fyrri

K÷nnun

Ertu sßtt/ur a­ Lundur sÚ a­ hefja st÷rf Ý ReykjanesbŠ?
 

Teljari

Gestir: 8428378