Velkomin

Velkominn á bloggið mitt. Ég ákvað að setja upp þessa síðu þar sem mér finnst mikil vöntun á umræðu um forvarnir og með þessu vil ég opna fyrir hana. Öllum er velkomið að koma með ábendingar tengt þessu efni.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því
sem ég get breyttog vit
til að greina þar á milli.

Advertisement
Forsíđa arrow Vilt ţú hjálpa til og gerast styrktarađili Lundar
Vilt ţú hjálpa til og gerast styrktarađili Lundar forvarnarfélags PDF Prenta
fimmtudagur, 03 janúar 2008

 

Lundur, forvarnarfélag. 

Styrkbeiðni 

Ráðgjöf - eftirfylgni – stuðningur - forvarnir 

Lundur forvarnarfélag er félag sem leitast við að styðja einstaklinga sem eru að fara í eða koma úr meðferð og aðstandendur þeirra. 

 

Markmið með þessu starfi er að styðja við bakið á þeim sem eru að fara í meðferð vegna neyslu áfengis og fíkniefna, eða eru að koma úr henni. Einnig leggjum við mikið kapp á að hjálpa aðstandendum þeirra, en þeir þurfa ekki síður á aðstoð að halda vegna þess alvarlega ástands sem neyslunni fylgir. 

Fram að þessu hefur fólk sem lendir í þessari ógæfu þurft að sækja alla aðstoð til Reykjavíkur og hafa margir einfaldlega ekki tök á því vegna ýmissa aðstæðna.

Það hefur  því miður oft orðið mörgum að falli.  

 

Með því að vera með aðstöðu hér á Suðurnesjum og hjálpa þeim einstaklingum sem þurfa á því að halda, og vilja þiggja aðstoð, erum við um leið að vinna gegn áfengis- og fíkniefnavandanum. 

Við teljum að þetta starf muni  án efa minnka neyslu, kaup og sölu efna, draga úr afbrotum og hafa margvísleg önnur jákvæð áhrif þessu tengt.

Allt þetta er til hagsbóta fyrir fólkið sem hér býr og alla þá sem vinna að forvörnum og bættu mannlífi á Suðurnesjum.  

Eftir að einstaklingar hafa fengið þá ráðgjöf, stuðning og eftirfylgni sem þeir þurfa á að halda, og byggt sig upp andlega og líkamlega, þurfa þeir að viðhalda þeim bata sem hefur náðst. 

 

Lundur er að Suðurgötu 15 í Reykjanesbæ. 

Faglærður starfsmaður frá SÁÁ er þar einu sinni  í viku til að byrja með. Mun hann vera til viðtals og veita ráðgjöf, einnig að skipuleggja þá eftir-fylgni, stuðning, forvarnir o.fl. sem hann telur þurfa.  

 

Það er einlæg ósk okkar að vel takist til með þetta verkefni, og reynslan af því fram að þessu hefur skilað árangri.  En til þess það verði unnið áfram á þann hátt sem við teljum nauðsynlegt þurfum við fjármagn.  Því leyfum við okkur hér með að óska eftir stuðningi þínum við verkefnið.  

 

 

Lundar forvarnarfélag

Suðurgötu 15 230 Reykjanesbæ.

Reikningsnúmer

0121-05-411911

Kennitala: 690208-0750 

Nánari upplýsingar veitir með ánægju,

Erlingur Jónsson í síma 772-5463

www.lundur.net

 

Smellir: 15840
feed0 Athugasemdir

Skrifa athugasemd
 
 
quote
bold
italicize
underline
strike
url
image
quote
quote
smile
wink
laugh
grin
angry
sad
shocked
cool
tongue
kiss
cry
minna | stærra
 

security image
Skrifaðu stafina sem eru sýndir


busy
 

Könnun

Ertu sátt/ur ađ Lundur sé ađ hefja störf í Reykjanesbć?