Velkomin

Velkominn á bloggið mitt. Ég ákvað að setja upp þessa síðu þar sem mér finnst mikil vöntun á umræðu um forvarnir og með þessu vil ég opna fyrir hana. Öllum er velkomið að koma með ábendingar tengt þessu efni.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því
sem ég get breyttog vit
til að greina þar á milli.

Innskráning


Týnt lykilorđ?
Advertisement
Forsíđa
Ráđgjafin komin í frí yfir hátíđirnar
miđvikudagur, 19 desember 2012

Ráðgjafi Lundar er komin í frí fram yfir áramót og byrjar aftur mánudaginn 7. janúar 2013 og verður dagskráin á mánudögum með sama sniði til að byrja með.

Eigið yndislegan tíma yfir hátíðirnar

Kveðja

Erlingur Jónsson

 

 
Fíkniefni – Rćktun– Fíkniefni – Neysla – Fíkniefni - ?????
fimmtudagur, 06 desember 2012
Hvað er eiginlega að gerast hjá okkur

Nánast daglega er einhver eða einhverjir teknir af lögreglunni undir áhrifum ólöglegra vímuefna. Akstur undir áhrifum vímuefna eða undir lögaldri, vegna innbrota, skemdarverka, ræktun og bruggun vímugjafa til sölu og fleira og fleira. Allt þetta og meira til hefur verulega slæm og oft alvarleg áhrif á fólk sem tengist þessum aðilum.

Ef við hefðum ekki svona sterka og öfluga löggæslu hér á Suðurnesjum, þá veit ég ekki hvar við værum. Það væri svakalegt.

 
Oft beđiđ um hjálp en ekki ţegin
miđvikudagur, 14 nóvember 2012

Oftar en ekki er hringt þegar ástandið er orðið svo alvarlegt og allt komið úr böndunum og er þá yfirleitt beðið um SVAR ekki álit, hvað get ég gert til þess að laga ástandið í þessum og hinum málum er varða afleiðingar af neyslu áfengis, fíkniefna, ofbeldis og annarra vímugjafa bæði á ungum sem öldnum.

Það er kallað á hjálp en oftar en ekki er aðstoðin ekki þegin vegna þess að sjálfsmyndin, öryggið er farið og ótti við að takast á við eitthvað sem fólk þekkir ekki né ræður við.   

 
Forvarnavika Reykjanesbćjar 2012
laugardagur, 29 september 2012

Í tilefni af forvarnarvikunni 1 - 7 október verður Lundur með kynningu á starfinu að Suðurgötu 15, þriðjudaginn 2 okt frá kl. 14.00 til 16.00.

Kaffi á könnuni,

 
Dagskrá Lundar á mánudögum er !
miđvikudagur, 12 september 2012
Ráðgjafaviðtöl frá kl. 13.00 – 16.00 og eru pöntuð í síma 421-6700
Stuðningsgrúppa frá kl. 16.30 – 17.30
Foreldrafræðsla frá kl. 18.00 - 20.00

 
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 31 - 40 af 311

Könnun

Ertu sátt/ur ađ Lundur sé ađ hefja störf í Reykjanesbć?
 

Teljari

Gestir: 8428305